Céline Dion: Aline

eftir Valérie Lemercier

Tegund: Ævisaga, Drama, Grín.
Tungumál: Franska og enska með enskum texta.
2020, 128 mín.

Aðalhlutverk: Valérie Lemercier, Sylvain Marcel, Danielle Fichaud

Búðu þig undir að hlæja, gráta og syngja á þessari stórkostlegu kvikmynd á Franskri kvikmyndahátíð 2022!

Í Québec, í lok sjöunda áratugarins fæðist Aline, yngst fjórtán systkina fædd þeim Sylvette og Anglomard Dieu. Tónlistin er fjölskyldunni allt. Aline uppgötvar að hún hefur einstaka sönghæfileika. Þegar framleiðandinn Guy-Claude heyrir röddina hennar verður hann staðráðinn í að búa til úr henni stærstu söngdívu heims. Myndin er frjálslega byggð á ævi poppgyðjunnar Céline Dion og var ein vinsælasta mynd síðasta árs.

„Hvort sem maður er hrifinn af lögum Céline Dion eða ekki þá er myndin hin besta skemmtun, ekki síst vegna þess hve leikaravalið er vel heppnað.“ (CNews).

SÝNINGARTÍMAR OG MIÐASALA
TIL BAKA