Calamity

eftir Rémi Chayé

Tegund: Teiknimynd, Ævintýri, Fjölskyldumynd
Tungumál: Franska með íslenskum texta.
2020, 85 mín.

Aðalhlutverk: Salomé Boulven, Alexandra Lamy, Alexis Tomassian

Ameríka, 1962. Lest landnema ferðast með hestvögnum vestur á bóginn með von um betra líf. Faðir Mörthu Jane slasast. Hún þarf að læra að sinna hestunum og aka hestvagni fjölskyldunnar og endar með því að ganga í buxum og klippa á sér hárið. Martha Jane hefur aldrei verið jafn frjáls. Dirfska hennar vekur reiði Abrahams, foringja landnemanna og hún er sökuð um þjófnað. Martha verður að flýja og klædd eins og strákur leitar hún að leiðum til að sanna sakleysi sitt. Um leið uppgötvar hún nýjan heim í mótun þar sem einstakur persónuleiki hennar fær að njóta sín.

„Þessi spennandi ævintýramynd fjallar um ferðalagið til kvenfrelsis af mikilli færni.“ (Bande à part).

SÝNINGARTÍMAR OG MIÐASALA
TIL BAKA