Franskar bókmenntir
Bókmenntanámskeiðið er fyrir þá sem vilja bæta við kunnáttu sína í frönsku með því að lesa og greina verk bókmennta eða heimilda.
Markmið bókmenntanámskeiðsins er að lesa og greina bókmenntatexta. Nemandinn geti nýtt málvísindi og tungumálið (málfræði, orðaforði o.s.frv.) og greint merkingu textans. Þar er líka tækifæri til að tala um menningu og samfélag Frakklands. Námskeiðið verður aðallega haldið í talmáli.
Námskeiðið fer fram í tvo klukkutíma einu sinni í hverri viku.
8 vikur af námskeiðum (16 klst.)
Bókin
Le texte étudié est „L’événement“ d’Annie Ernaux, prix Novel de littérature 2022.
L’occasion d’un banal examen dans un cabinet médical replonge la narratrice plus de trente ans en arrière, en janvier 1964, au moment de son avortement clandestin. Si le souvenir apparaît lointain, l’événement n’en est pas moins indélébile. A la fois égarée et démunie, pendant deux mois, la jeune femme d’alors a caché sa grossesse, à ses parents comme à ses amis proches, cherché désespérément une „faiseuse d’anges“. C’est à Paris, rue Cardinet, que la narratrice trouvera l’infirmière clandestine qui lui plongera dans le sexe la sonde nécessaire. Et c’est à Rouen, dans sa chambre d’étudiante, banale et dérisoire, en compagnie de sa voisine, qu’elle sera „assise sur le lit, avec le fœtus entre les jambes“, véritable „scène de sacrifice“. Pour la narratrice, il s’agit „d’entraîner l’interlocuteur dans la vision effarée du réel“. Récit autobiographique terrifiant et sensible, à valeur d’exorcisme, raconté dans la simplicité violente et cruelle des faits, L’Événement rappelle une société engoncée dans ses principes, ses tabous et ses préjugés de classe, en même temps qu’il révèle un événement vécu comme une initiation.
Kennsluefni
- Bókin
- Bókin er til sölu og kostar 2.000 kr.
- Hægt er að fá bókina send með bréfpósti með aukagjaldi (vinsamlegast hafðu samband ef þú vilt fá þær sendar)
- Skriffæri (staðnám)
- Tölva, gott netsamband, heyrnatól með innbyggðan hljóðnema er kostur. (fjarkennsla)
Staðnám með fjarkennsku í beinni útsendingu
Býrð þú fyrir utan höfuðborgarsvæðið? Ertu oft á ferðalagi? Ertu í sóttkví? Er óveður? Viltu frekar læra heima?
Í dag skiptir sveigjanleiki í námi miklu máli. Við bjóðum nú upp á nýja lausn sem gefur nemendum kost á að taka þátt í frönskunámskeiði hvar sem þeir eru. Nemendur geta nú valið á milli tveggja valkosta fyrir hvern tíma í námskeiðinu: að læra á staðnum eða að vera í fjarkennslu í beinni. Frekari upplýsingar hér.
Frestun og viðurkenning
- Verði tímum frestað vegna veikinda kennara eða öðrum ástæðum verður það bætt upp í lok annarinnar.
- Nemendurnir fá viðurkenningu í lok annarinnar ef þeir hafa mætt að minnsta kosti 70% á námskeiðið.
Styrkir til náms og greiðslur
-
- Mundu að athuga með námsskeiðsstyrki hjá stéttarfélaginu þínu eða hjá Vinnumálastofnun.
- Hægt er að skipta greiðslunni í tvennt og greiða í heimabanka.