Sýning bíómyndarinnar „Litla Land“
- Staðsetning: Bíó Paradís
- Dagsetning og tímasetning: föstudagur 12. febrúar, kl. 18
ATH. Fleiri sýningar eru líka í boði aðra daga.
Drama með enskum texta. 2020, 111 mín.
Leikarar: Jean-Paul Rouve, Isabelle Kabano, Djibril Vancoppenolle.
Bókaspjall um „Litla Land“ með Rannveigu Sigurgeirsdóttur sem íslenskaði bókina og með fulltrúum forlagsins Angústúru
- Staðsetning: Alliance Française í Reykjavík
- Dagsetning og tímasetning: föstudagur 12. febrúar, kl. 20:30
- Léttvínsglas í boði
- Ókeypis
Myndin „Litla Land“ er byggð á skáldsögu tónlistarmannsins Gaëls Faye og endurspeglar uppvöxt hans í Búrúndí. Rannveig Sigurgeirsdóttir þýddi bókina á íslensku og Angústúra gaf hana út í fyrra. Rannveig ásamt Maríu Rán Guðjónsdóttur og Þorgerði Öglu Magnústdóttur frá Angústúru bjóða upp á bókaspjall í Alliance Française í Reykjavík, Tryggvagötu 8, kl. 20:30 eftir sýninguna í Bíó Paradís. Ásta Ingibjartsdóttir, frönskukennari í Háskóla Íslands, les nokkra útdrætti úr bókinni.
Íslensk útgafa skáldsögunnar „Litla Land“ fékk útgáfustyrk frá Institut Français.
Bókaspjallið verður einnig í boði í beinni útsendingu í gegnum Zoom. Við sendum þátttakendunum aðganginn með tölvupósti.
Vegna sóttvarnarreglna er takmarkað pláss á viðburðinn á staðnum.

Litla Land / Petit Pays
eftir Eric Barbier
Drama með enskum texta.
2020, 111 mín.
Leikarar: Jean-Paul Rouve, Isabelle Kabano, Djibril Vancoppenolle.
Gabríel er tíu ára og lifir áhyggjulausu lífi í úthverfi Bújúmbúra, í Afríkuríkinu Búrúndí. Allt hverfist um vinina og þeirra uppátæki í botnlanganum sem þeir hafa gert að ríki sínu. En þegar borgarastríð skellur á í landinu, og þjóðarmorð er framið í nágrannaríkinu Rúanda, breytist allt. Falleg saga um vináttu og sakleysi æskunnar, en líka átakanlegur vitnisburður um þau eyðandi áhrif sem stríð og ofbeldi hafa á líf og samfélög manna. Myndin er byggð á skáldsögu tónlistarmannsins Gaëls Faye og endurspeglar uppvöxt hans í Búrúndí. Bókin var þýdd á íslensku.