Bókamarkaður kl. 12-18
Bókamarkaðurinn er opinn fyrir alla:
- Sala: Við seljum notaðar bækur eftir nýju flokkuninni okkar á bókasafni Alliance Française.
- Skipti: Þeir sem vilja skiptast á bókum við aðra.
- Gjafir: Þeir sem vilja gefa Alliance Française bækur fyrir bókasafnið. Okkur vantar helst bækur á frönsku í góðu standi, sígildar bókmenntir, nútímalegar bókmenntir auk bóka fyrir börn og unglinga.
Sögustund á frönsku, kl. 15:00-15:45
Juliette Martin, frönskukennari í l’Alliance Française í Reykjavík
Frá 5 ára, stig A1-A2
- Þessi sögustund er ætluð börnum sem vilja hlusta á ævintýri og hafa gaman að því að uppgötva skemmtilegar sögur.
- Verðskrá: frítt fyrir þá sem eru með gilt skírteini Alliance Française í Reykjavík og fyrir nemendur Alliance Française í Reykjavík. 500 kr. fyrir aðra.
Myndlist: teiknimyndasögugerð, kl. 14-16
Emmanuelle Hiron, myndlistakona
Frá 11 ára, stig A2-B1
- Þetta sérnámskeið er ætlað þeim sem vilja læra að teikna og búa til teiknimyndasögur.
- Verðskrá: 750 kr. fyrir þá sem eru með gilt skírteini Alliance Française í Reykjavík og fyrir nemendur Alliance Française í Reykjavík. 1.500 kr. fyrir aðra.
Inngangur að þýðingu á frönsku og á íslensku, kl. 16-17
Ásdís Magnúsdóttir, kennari í Háskóla Íslands
Fyrir fullorðna, stig A2-B1
- Þetta sérnámskeið er ætlað þeim sem vilja uppgötva hvað býr að baki góðum þýðingum á frönsku og á íslensku. Einnig er hægt að fá kynningu um hvernig á að þýða og að æfa sig við þýðingar.
- Verðskrá: 500 kr. fyrir þá sem eru með gilt skírteini Alliance Française í Reykjavík og fyrir nemendur Alliance Française í Reykjavík. 1.000 kr. fyrir aðra.