Níunda hátíðin fer fram dagana 11. – 14. október 2018 og er þema hátíðarinnar í ár Norðrið.
Mýrarhátíðarnar byggja á fjölbreyttri dagskrá með þátttöku höfunda og fræðimanna, innlendra og erlendra. Meðal atriða má nefna:
- upplestrar og kynningar í Norrræna húsinu
- fyrirlestrar höfunda og höfundaspjall
- pallborðsumræður og fyrirlestrar bókmenntafræðinga
- sýningar og vinnustofur
- önnur menningardagskrá í samræmi við þema hverju sinni
Alliance Française í Reykjavík og franska sendiráðið á Íslandi styðja viðburði og þátttöku höfundarins Benjamin Chaud í Mýrarhátíðinni.
- Fimmtudagur 11. október
13:30 – 14:45 | SAGNAFLÓÐ OG VINNUSTOFA
Við fylgjum Bangsapabba eftir í leit hans að Bangsa litla, um borg og bý, úti á sjó og ofan í sjó. Finnur þú Bangsa litla á hverri opnu? Þessi heillandi saga eftir franska höfundinn Benjamin Chaud verður lesin á frönsku. Jessica Devergnies-Wastraete les. Að lestri loknum mun höfundurinn aðstoða þig við að gera þína eigin bók! Í samstarfi við Alliance Française.
Barnabókasafn | Á frönsku / íslensk túlkun | Skráning fyrir skólahópa | 6-11 ára
– Skráning á myrinfestival@gmail.com
- Föstudagur 12. október
14:15 – 15:05 | AÐ TÝNAST OG FINNAST Í MYNDUM. MYNDVERÖLD NÚTÍMABARNA
Börn í dag alast upp í mjög sjónrænum heimi. Fá þau að sjá það myndefni sem þeim hentar best og sem örvar þau og þroskar? Heim sem býður upp á ferðalög um ókunnar ævintýralendur og uppgötvun eigin sjálfsmyndar? Sex myndhöfundar segja álit sitt og taka þátt í umræðum. Benjamin Chaud (FR), Jenny Lucander (FI), Rán Flygenring (IS), Anna Höglund (SE), Högni Sigurþórsson (IS) og Daniel Mizieliński (PL).
Stjórnandi: Ragnheiður Gestsdóttir
– Skráning á myrinfestival@gmail.com
– Skráningargjald 3.500 kr.
– Innifalið í verði eru kaffiveitingar og léttur hádegisverður.
- Laugardagur 13. október
14:45 – 15:30 | TÓNLIST OG TEIKNUN
Einstakur viðburður með myndhöfundinum Benjamin Chaud frá Frakklandi. Chaud er þekktur fyrir bækur sínar um Bangsa litla. Gestir munu fá innsýn í hvernig sögur hans verða til á sama tíma og hann teiknar ný ævintýri við undirleik tónlistarkonunnar Kiru Kiru.
Fyrirlestrasalur | Ókeypis | Allur aldur
– Skráning á myrinfestival@gmail.com
Hægt er að skoða dagskrá hátíðarinnar hér.
Staðsetning hátíðarinnar: