Almennt frönskunámskeið á millistigi – Millistig 2
Námskeiðið A2.2 er í beinu framhaldi af A2.1 og gefur nemendum tækifæri á að læra að tala um vini, að segja frá reynslu sinni, að tala um mismun á milli menninga, að stinga upp á o.s.fv.
Þetta námskeið hentar þeim sem hafa tekið námskeiðið A2.1 eða þeim sem hafa þegar kunnáttu í frönsku.
- Almennt námskeið sem fer fram í tvo klukkutíma tvisvar í hverri viku.
- 8 vikur af námskeiðum (32 klst.)
Kennsluefni
- Kennslubækur: L’Atelier A2 lesbók og æfingabók
- Bækurnar eru ekki innifaldar. Hægt er að kaupa þær hjá okkur.
- Lesbók: 4.499 kr.
- Æfingabók: 2.999 kr.
- Hægt er að fá bækurnar með bréfpósti með aukagjaldi (vinsamlegast látið okkur vita ef þið viljið fá þær sendar)
- Bækurnar eru ekki innifaldar. Hægt er að kaupa þær hjá okkur.
- Tölva, gott netsamband, heyrnatól með innbyggðan hljóðnema er kostur (fjarkennsla í beinni)
Frestun og viðurkenning
- Verði tímum frestað vegna veikinda kennara eða öðrum ástæðum verður það bætt upp í lok annarinnar.
- Nemendurnir fá viðurkenningu í lok annarinnar ef þeir hafa mætt að minnsta kosti 70% á námskeiðið.
Styrkir til náms og greisðlur
Mundu að athuga með námsskeiðsstyrki hjá stéttarfélaginu þínu eða hjá Vinnumálastofnun.
Hægt er að skipta greiðslunni í tvennt og greiða í heimabanka.
Af hverju franska?
Vídeó, Röksemd
Stöðupróf
Hvernig á að skrá sig?
Gerast félagi
Bókasafn, Culturethèque
Próf
DELF-DALF, TCF
Skilmálar
Almennir skilmálar