Sjúklingar – Grand Corps Malade og Mehdi Edir

Sjúklingar eftir Grand Corps Malade og Mehdi Edir Dramatísk gamanmynd, enskur texti. 2017, 110 mín. Leikarar: Pablo Pauly, Soufiane Guerrab, Moussa Mansaly. Ben getur hvorki baðað sig, klætt né gengið þegar hann kemur á endurhæfingarstöð eftir alvarlegt bílslys.  Sjúklingar er saga af endurfæðingu, skrykkjóttri ferð þar sem skiptast á sigrar og ósigrar, tár og skellihlátrar…

Strákarnir að austan – Robin Campillo

https://youtu.be/DyHOmgO4NM0 Strákarnir að austan eftir Robin Campillo Drama, enskur texti. 2013, 128 mín. Leikarar: Olivier Rabourdin, Kirill Emelyanov. Daníel gefur sig á tal við Marek á járnbrautarstöð og biður hann að líta heim til sín næsta dag. En Daníel grunar ekki hvaða gildru hann gengur í né hvernig lífið umhverfist þegar hann hleypir Marek inn.…

Kennedysyllan – Dominique Cabrera

Kennedysyllan eftir Dominique Cabrera Drama, enskur texti. Eftir samnefndri skáldsögu Maylis de Kerangal. 2016, 94 mín. Leikarar: Lola Créton, Aïssa Maïga, Moussa Maaskri. Stúdentsprófin eru fram undan hjá Suzanne, stúlku úr góðri fjölskyldu. Hún slæst í hóp með ungu fólki úr fátækrahverfum Marseille sem mana hvert annað til að stinga sér til sunds fram af…

Tunglferðin – Georges Méliès

https://youtu.be/d_KOpg-zNjA Tunglferðin eftir Georges Méliès Drama/Vísindaskáldskapur. 1902, 14 mín. Þessi stuttmynd verður synd í tilefni af Sólveigar Anspach kvöldinu. Byggt á Ferðinni til tunglsins eftir Jules Verne (1865) og Fyrstu menn á tunglinu eftir H.G. Wells (1901). Barbenfouillis prófessor skipuleggur ferð til tunglsins ásamt sex öðrum vísindamönnum. Georges Méliès var sjónhverfingamaður og leikstjóri. Hann leikstýrði…

400 högg – François Truffaut

400 högg eftir François Truffaut Dramatísk gamanmynd, enskur texti. 1959, 99 mín. Leikari: Jean-Pierre Léaud. Antoine á stormusöm unglingsár. Skemmtilegast finnst honum að fremja óknytti. Hann lýgur að foreldrum sínum, hann stelur og stingur af. Dag nokkurn kemur lögreglan til skjalanna. Þetta er fyrsta kvikmynd Truffauts og hlaut leikstjórnarverðlaunin í Cannes árið 1959. Þarna fór…