Lærðu Frönsku

Lærðu frönsku

Að læra tungumál snýst um meira en bara tungumálið:

 

Að læra tugumál opnar líka nýja menningarheima og breikkar sjóndeildarhringinn. Námskeiðin opna upp franska menningu og á þeim eru jafnframt kynningar á listum, tísku, matargerð, hönnun og vísindum.

 

Franska er töluð um allan heim:

 

Franska og enska eru einu tungumálin sem eru töluð í fimm heimsálfum. Franska opnar upp atvinnumöguleika hjá fjölmörgum alþjóðafyrirtækjum og –stofnunum.

 

Franska er auðvelt og þægilegt tungumál að læra:

 

Ólíkt því sem fólk heldur er franskan ekki erfitt tungumál. Það kallar á nákvæmni að tjá sig á frönsku en þó er það svo að maður getur tjáð sig lítillega á frönsku fljótlega eftir nokkrar kennslustundir.

 

Franska opnar þér dyr að öðrum tungumál:

 

Frönskunám hjálpar þannig til við að læra önnur latnesk tungumál eins og spænsku, ítölsku og portúgölsku. Að minnsta kosti 50% af orðaforðanum í frönsku er sambærilegur og í ensku og því styður tungumálaþekkingin hvor aðra.

 

Hágæða kennsla hjá okkur:

 

Kennarar við Alliance française í Reykjavík eru þekktir fyrir þekkingu sína og fagmennsku. Franska er gagnlegt og notadrjúgt tungumál. Nemendur okkar eru einbeittir og vilja ná árangri, því myndast oft mikil samheldni í hópum á námskeiðunum okkar.

 

Mörg tækifæri fyrir skiptinám og gagnlegt tugumál á ferðalögum:

 

Með frönskuþekkingu opnast möguleiki á námi í virtum skólum í Frakklandi og öðrum frönskumælandi löndum. Franskan er gagnleg hvort sem þú ert í París eða öðrum fjölmörgum borgum Frakklands, eða í Afríku, Sviss, Kanada, í Mónakó eða víðar.