Alliance í Reykjavík

Alliance française í Reykjavík er hluti af stóru neti sem hefur það að markmiði að kenna frönsku og kynna franska menningu um allan heim.
Í heiminum eru meira en 1040 félög undir fána Alliance française og eru þau í 136 löndum: Alliance française í Reykjavík er eitt þeirra og hefur það verið til  síðan árið 1911!

Alliance française er sjálfseignastofnun sem þýðir að hún vinnur að framgangi sérstaks markmiðs sem er að tengja saman hinn frönskumælandi heim og þá sem hafa áhuga á honum.  Félagið er staðsett í hjarta Reykjavíkur í fallegri rauðri byggingu í Tryggvagötu 8 og býður upp á frönskunámskeið, ýmsa menningarviðburði og  bókasafn með úrvali af bókum, bíómyndum og tónlist á frönsku til útláns fyrir félagsmenn.

Hvort sem þú ert franskur eða íslenskur eða býrð hér tímabundið, þá skaltu gerast félagi í Alliance française til þess að fá aðgang að þeim viðburðum og því fjölbreytta efni sem félagið hefur upp á á bjóða.