BÓKASAFN NEMENDA OG KENNARA

Bókasafn Alliance française í Reykjavík endurspeglar franska menningu í gegnum þá miðla sem þar eru og hefur þann tilgang að auðvelda nemendum að skilja franska tungu og menningu.  

Í Janúar 2013 var sett á laggirnar „ námsbókahornið fyrir kennara og nemendur“  þar sem nemendur geta komið sér þægilega fyrir í ákveðnum hluta bókasafnsins og haft aðgengi að námsbókum og öðrum gögnum sem kennari þeirra bendir þeim á.

Ef það vakna spurningar um kennsluaðferðir í frönsku eða ákveðin atriði innan franskrar málfræði, ef það reynist erfitt að skilja notkun þátíðar í frönsku og búa til úrdrætti þá er hægt að bóka tíma hjá framkvæmdastjóra Alliance française til að fá svör við þessum spurningum.